Wn/is/Suður-Afrísk tíðindi
2017-11-05
David Mahlobo orkumálaráðherra Suður-Afríku heldur áfram að vinna að því að fjölga kjarnorkuverum þar í landi.
Svo mikla áherslu leggur orkumálaráðherra David Mahlobo á að koma hugmyndum sínum í framkvæmd að starfsmenn ráðuneytis hans eru látnir vinna í yfirtíma og á helgum við að klára orkumálaáætlun. Búist var við að áætlunin yrði kláruð í febrúar á næsta ári en verður nú kláruð eftir tvær vikur.
“Við vorum að tala um febrúar en nú erum við að tala um fjórtánda nóvember” sagði einn af starfmönnum ráðuneytisins.
Áætlunin á að gefa ráðherranum spá um eftirspurn á raforku til að vinna eftir.
Í seinustu viku sagði fjármálaráðherra Malusi Gigaba við dagblaðið City Press að kjarnaorka væri hvorki á góðu verði fyrir drabbað efnahagskerfið né nauðsinlegt til skemmri tíma litið.
Mahlobo, sem hefur verið í þessu sína nía starfi í aðeins tvær vikur eftir þrjú ár sem öryggismálaráðherra er nú á árekstursstefnu við Gigaba og fjármálaráðuneytið.
Kjarnorkuáætlunin er áætluð að kosta eina trilljón ríön, upphæð sem hagfræðingar og stjórnmálamenn frá lengst til hægri til lengst til vinstri segja landið ekki hafa efni á.
"Hvern dag sem við fjárfestum ekki í orku loka fleirri fyrirtæki og fleirra ungt fólk verður atvinnulaust" sagði Mahlobo